Leita í fréttum mbl.is

Sjómannadagurinn á Suðureyri

Eftirfarandi tilkynning um dagskrá Sjómannadagsins á Suðureyri barst frá Sjómannadagsráði og hljóðar eftirfarandi:

Laugardagur:

Kl. 14:00 Firmakeppni í knattspyrnu á sparkvellinum við Höfðastíg.
Kl. 16:00 Kappróður í höfninni.
Kl. 17-19 Opið hús hjá Íslandssögu hf. (allir fá þar eitthvað fallegt í það minnsta fisk og fjör)
Kl. 19-21 Fiskismakk fyrir alla í Félagsheimili Súgfirðinga á meðan birgðir og húsrúm duga.
(Kannski verða óvæntar uppákomur t.d. Öskubuskurnar með fallegu norninni gætu flutt Eurovision ballöður- hver veit?)
Kl. 23-03 Alvöru sjómannadansleikur í Félagsheimili Súgfirðinga. Dansskórnir dregnir fram og gamla ballstemningin rifjuð upp með stæl. Gummi Hjalta & Stuðboltarnir halda uppi rífandi stemningu til kl 03. Miðaverð á ballið kr. 1.000

Sunnudagur:

Kl. 13:45 Skrúðganga til kirkju frá Bjarnarborg.
Kl. 14:00 Sjóaramessa í Suðureyrarkirkju.
Kl. 15:00 Skemmtidagskrá á hafnarsvæðinu undir öruggri handleiðslu Sturlu Páls Sturlusonar. M.a. verður keppt í kappbeitingu, reipitogi, kararóðri, brettahlaupi og karaboðhlaupi fyrir yngri kynslóðina.
Kl. 20:00 Kvöldsigling um Vestfjarðarmið og Súgandafjörð. Þeir sem hyggjast stunda strandveiðarnar í sumar eru sérstaklega velkomnir.

Sjómannadagsráð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband