Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Áfengi í póstkröfum

Eyrarpósturinn
16. febrúar 1984

Tilkynning: “Discotekið sem halda átti sl laugardag, en var frestað, verður haldið laugardaginn 18. febrúar. Gárungarnir segja að frestunin hafi stafað af því að “veigarnar” bárust ekki í tæka tíða.”

Svona var þetta í gamla daga Wink Þá þurfti að panta áfengi í póstkröfu sem kom ýmist með flugi eða brennivinbílum og ef ófært var, þá fékk engin vínið sitt. Þessu muna eflaust margir eftir. Ef ég man rétt, þá var meira að segja haldið heilt þorrablót og allar vínpóstkröfurnar læstar inni á pósthúsinu yfir alla helgina því vínið kom ekki á opnunartíma.

Kveðja

Robbi Schmidt


Sunna Sturludóttir valin í æfingahóp landsliðs kvenna

Ísfirðingurinn (Súgfirðingurinn)  Sunna Sturludóttir (dóttir Sturla Páls og Ragnheiðar)  hefur verið valin í Sunna-Sturlu25 stúlkna æfingahóp fyrir 15 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Sunna er leikmaður 9. flokks kvenna hjá KFÍ. Hún er ein af lykilleikmönnum í sínum flokki og hefur bætt sig mikið í vetur. Við óskum henni til hamingju með þessa jákvæðu viðurkenningu að vera valin í æfingahóp landsliðs kvenna í körfuknattleik.

Heimildir
www.bb.is
Ljósmynd www.bb.is


Gamlir fréttamolar úr Eyrarpóstinum

Sjálfsagt muna margir Súgfirðingar eftir Eyrarpóstinum sem Einar Logi Einarsson gaf út á Suðureyri í kringum 1983 og 1985. Sveinbjörn Dýrmundsson tók síðan við útgáfunni. Það virkilega skemmtilegt að lesa þessi blöð og þar kennir margra grasa. Það er því tilvalið að birta gamla fréttamola og efni úr Eyrarpóstinum hér á síðunni vonandi öllum til gamans.

Eyrarpósturinn
14. nóv 1984

"Hitaveitan bilaði í gær. Búist er við að bilunin finnist ekki fyrr en undir kvöldið og að viðgerð geti tekið 2-3 sólahringa. Á meðan liggur öll starfsemi Grunnskólans og Tónskólans niðri, en hefst strax aftur, þegar hitaveitan kemst í lag."


"Kjartan Rafn og Oddur hringdu og kvörtuðu yfir miklum hálkublettum víða og tiltóku sérstaklega gangstéttina við Túngötuna á leið til skólans og hjá stiganum fyrir ofan Kaupfélagið. Þarna þyrfti að bera sand á,- sögðu þeir félagar."

Eyrarpósturin
7. nóv 1984

"Maður hafði samband við blaðið og var óhress yfir þeirri "skemmdarstarfsemi", eins og hann orðaði það, sem börn og unglingar hefðu gagnvart ísnum á tjörninni. Hann næði nálega aldrei að frjósa, því hann væri brotinn áður og þarna færi prýðis skautasvell forgörðum."


Eyrarpósturinn
31. okt 1984

Gripið niður í samþykkt um hundahald í Suðureyrarhreppi:
"Hundahald er bannað í Suðureyrarhreppi. Frávik heimil til lögregluyfirvalda, blindra, fólks með sálræn vandamál og fyrir minkahunda. Leyfishöfum ber að skrá hunda sína, greiða skráningargjald, ábyrgðartryggja þá og hlíta ennfremur reglum um hreinsun hunda. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila, sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hunda inn í samkomuhús, skólahús, matvöruverslanir eða aðra staði, þar sem matvæli eru um hönd höfð. Heimilt er að aflífa óleyfilega hunda 10 dögum eftir að þeir hafa verið færðir í sérstaka hundageymslu á vegum Suðureyrarhrepps, hirði eigendur ekki um að ráðstafa þeim og greiða áfallinn kostnað."

Þar höfum við það Wink
 

26 ára gamall Stefnisleikur sýndur á Suðureyri 10. apríl

Nokkrir félagar úr Íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri munu standa fyrir sýningu á 26 ára gömlum Stefnir 1982 25 juni á Melavellinum Rvik 1000knattspyrnuleik sem háður var á Skeiðinu á Ísafirði 18. júní 1983 en þá mættust Stefnir og Afturelding frá Mosfellsbæ í Íslandsmóti í knattspyrnu í 4 deild. Leikurinn hefur verið færður yfir á DVD og er í fullri lengd. Leikurinn verður sýndur í kaffisal Íslandssögu á Suðureyri kl 20.00 á Föstudaginn langa.

Björn Guðbjörnsson segir stuttlega frá þessari leiktíð ásamt tölfræði og öðrum áhugarverðum upplýsingum. Valinn verður “maður leiksins” sem fær að launum fallegan verðlaunagrip. Heiðursgestir kvöldsins verða þeir Arnar Guðmundsson, Þorsteinn Guðbjörnsson og Jens Daníel Holm en þeir tóku þátt í umræddum leik ásamt Birni Guðbjörnssyni. Þessir fjórir fulltrúar liðsins verða vonandi allir á staðnum.

Einnig er stefnt að sýna gamlar myndir frá knattspyrnuleikjum Stefnis á Suðureyri. Þeir sem kunna að eiga í fórum sínum gamlar myndir (í lit eða svarthvítar) eru beðnir um að senda þær á tölvutæku formi á
robert@skopmyndir.comeða hafa samband við Róbert Schmidt í s: 8404022.

Allir innilega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stefnismenn vilja þakka Íslandssögu kærlega fyrir afnot af húsnæðinu undir þennan skemmtilega viðburð.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á Melavellinum í Reykjavík 25. júní 1983 eða viku eftir leikinn við Aftureldingu.

Áfram Stefnir

Stefnir United

Páskamót í blaki á Suðureyri 10. apríl

Ákveðið hefur verið að halda lauflétt Páskamót í blaki í íþróttahúsinu á Suðureyri Föstudaginn langa kl Blak10.30 og mun standa fram eftir degi. Keppt verður í blönduðum liðum til að gera leikina sem skemmtilegasta og í anda jafnréttisreglunnar. Áætlað er að hver leikur verði 2 lotur spilaðar upp í 21 stig. Skráning fer fram hjá Þorgerði Karlsdóttur í s: 899-9562 eða með tölvupósti dolla@snerpa.is

Þátttökugjald pr haus er kr. 500. Innifalið er aðgangur að sundlaug Suðureyrar í mótslok. Óvænt verðlaun afhent í lok mótsins.

Allir áhugamenn um blak á Suðureyri og nærliggjandi stöðum eru  velkomnir á þetta skemmtilega Páskamót í blaki. Hristum af okkur slenið og drífum okkur á völlinn.
Skráðu þig núna Wink

Súgfirskar blakáhugakonur- og menn

Meðfylgjandi mynd tók Halldór Sveinbjörnsson / Ágúst G Atlason.
Heimildir: www.hsv.is/skellur




« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband